Héraðsskjalasafnið Ísafirði
[1501] Reikningabók 1801–1804 og copiebók 1824–1833
Reikningabók 1801–1804 og copiebók 1824–1833 frá verslun Busch & Paus. Bókin er fullskrifuð. Afhent frá Byggðasafni Vestfjarða 30. janúar 1995.
Þegar verslunareinokun var aflétt árið 1787 tók félag danskra kaupmanna frá Altona við versluninni í Neðstakaupstað á Ísafirði. Sex árum síðar, árið 1793, tóku félagarnir Jens Lassen Busch og Henrik Christian Paus við versluninni og ráku hana til ársins 1824 þegar Matthías Wilhelm Sass stórkaupmaður keypti verslunina. Sass og afkomendur hans versluðu í Neðstakaupstað næstu 59 árin eða til ársins 1883.