Héraðsskjalasafnið Ísafirði
Í bókina eru skráðar upplýsingar um eignir, bæði fastar og lausar, verslunar Busch & Paus í Neðstakaupstað.
Á framkápu bókarinnar er letrað „Inventorii Bog for Isefiords Hand[el]“. Fremst í bókina eru skráðar upplýsingar um hús verslunarinnar, flest í Neðstakaupstað.
Bókin var keypt til safnsins árið 1994. Seljandi var Erik Weinreich, Karlundborg í Danmörku.Þegar verslunareinokun var aflétt árið 1787 tók félag danskra kaupmanna frá Altona við versluninni í Neðstakaupstað á Ísafirði. Sex árum síðar, árið 1793, tóku félagarnir Jens Lassen Busch og Henrik Christian Paus við versluninni og ráku hana til ársins 1824 þegar Matthías Wilhelm Sass stórkaupmaður keypti verslunina. Sass og afkomendur hans versluðu í Neðstakaupstað næstu 59 árin eða til ársins 1883.